fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Sport

„Skepnan“ skoraði sigurmarkið

Wimbledon fór upp um deild í úrslitaleik – Reifst við liðsfélaga um örlagaríka vítaspyrnu

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 31. maí 2016 17:00

Wimbledon fór upp um deild í úrslitaleik - Reifst við liðsfélaga um örlagaríka vítaspyrnu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adebayo Akinfenwa, sem gengur undir viðurnefninu „Skepnan“ (e. The Beast) vegna líkamsburða sinna skoraði sigurmark Wimbledon í 2-0 sigri liðsins gegn Plymouth Argyle á mánudag. Um var að ræða úrslitaleik milli liðanna um sæti í League One, sem er ígildi þriðju deildar þar ytra.

Plymouth var talið sigurstranglegra liðið en Wimbledon-menn létu það sem vind um eyru þjóta og unnu sanngjarnan sigur. Lyle Taylor skoraði fyrra markið á 79. mínútu en síðari markið leit dagsins ljós í uppbótartíma. Dæmd var vítaspyrna á Plymouth og bjó vítaskytta liðsins, Callum Kennedy, sig undir að taka spyrnuna mikilvægu. Akinfenwa var hins vegar ekki á þeim buxunum og krafðist þess að fá að taka vítið.

Ástæðuna má rekja til þess að fyrir leikinn hafði honum verið tilkynnt að samningur hans yrði ekki framlengdur og því væri hann að spila sinn síðasta leik fyrir Wimbledon. Liðsfélagarnir hnakkrifust í aðdraganda spyrnunnar en sé mið tekið af líkamsbyggingu Akinfenwa þá tók Kennedy þá skynsamlegu ákvörðun að gefa eftir í baráttunni. „Skepnan“ steig því upp og skoraði örugglega. „Ég er tæknilega atvinnulaus í dag. Stjórar annarra liða mega endilega hafa samband á WhatsApp og útvega mér vinnu,“ sagði Akinfenwa kátur eftir leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City