fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Gissur ósáttur við símtal sem hann fékk í fyrrakvöld: „Mér finnst þetta bara dónaskapur“

Sakaði Gissur um lygar og þvætting

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. apríl 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Gissur Sigurðsson fréttamaður frá símtali sem hann sagðist hafa fengið í fyrrakvöld frá manni sem hafi sagst vera á vegum Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra.

Eins og DV greindi frá á miðvikudaginn sagði Gissur Sigurðsson, fréttamaður 365 miðla frá því að honum hafði verið úthýst af Heilsugæslustöðinni Miðbæ, þar sem hans heimilislæknir hans hafi ákveðið að minnka við sig vinnuna.

Sjá nánar: Gissuri ofbauð bréf sem hann fékk í gær: „Mér er bara hent út á götu“

„Ég hef bara aldrei fengið annað eins. Það hringir í mig ungur maður og segist vera að hringja fyrir Dag B. Eggertsson, í hans umboði og að Dagur sé alveg brjálaður yfir þessu sem ég var að segja,“ sagði Gissur og vísaði til ummæla sinna í garð borgarinnar varðandi málefni heilsugæslunnar.

„Mér varð nú eitt á, ég hefði átt að beina því máli að Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Það stendur frekar upp á hann,“ sagði Gissur og baðst afsökunnar á ásökunum í garð Reykjavíkurborgar þar sem heilsugæslan er á forræði ríkisis, ekki sveitarfélaganna.

Gissur sagðist hafa samt sem áður bent manninum á málefni leikskólanna og að þar þyrfti ýmislegt að gera betur og benti á að börn hefðu verið send heim vegna manneklu. Maðurinn sagði að þetta væri ekki rétt.
„Hann sagði að þetta væri bara bölvaður þvættingur og lygar í mér,“ sagði Gissur.

„Mér finnst þetta bara dónaskapur,“ sagði Gissur. Hann segist vilja hitta borgarstjóra og ræða við hann beint, og að hann sé jafnvel tilbúinn til þess að gera það í beinni útsendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt