fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
433Sport

Er með efstu mönnum á blaði hjá United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. janúar 2026 09:00

Luis Enrique

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Enrique er á lista Manchester United yfir helstu kandídata í leit að nýjum stjóra til frambúðar, ef marka má Jeremy Cross á Mirror.

Michael Carrick mun stýra liðinu til loka tímabilsins, en stjórnendur félagsins hyggjast ráða stjóra til frambúðar í sumar.

Samkvæmt Mirror er Enrique einn af þeim stjórum sem United skoðar alvarlega, ásamt nöfnum á borð við Thomas Tuchel, Mauricio Pochettino og Carlo Ancelotti. Eigendur félagsins vilja fá reynslumikinn stjóra sem þolir mikla pressu og væntingar sem fylgja starfinu á Old Trafford.

Enrique, sem er 55 ára, hefur víðtæka reynslu á hæsta stigi. Hann hefur stýrt Barcelona, spænska landsliðinu og er nú við stjórnvölinn hjá Paris Saint-Germain. Með Barcelona vann hann níu stóra titla, þar á meðal Meistaradeildina árið 2015. Þá hefur hann unnið tíu titla með PSG og leiddi liðið til sigurs í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.

Samningur Enrique við PSG rennur út eftir næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá virti fer yfir forgangsatriði Liverpool og framtíð Salah

Sá virti fer yfir forgangsatriði Liverpool og framtíð Salah
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Senur í París þegar Davíð henti Golíat úr leik

Myndband: Senur í París þegar Davíð henti Golíat úr leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alfreð ræðir nýtt starf sitt í Þrándheimi – „Það er lykillinn að þeim framförum sem við viljum ná“

Alfreð ræðir nýtt starf sitt í Þrándheimi – „Það er lykillinn að þeim framförum sem við viljum ná“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er United að gefa upp hver tekur við liðinu næsta sumar? – Vangaveltur eftir að teymi Carrick var opinberað

Er United að gefa upp hver tekur við liðinu næsta sumar? – Vangaveltur eftir að teymi Carrick var opinberað
433Sport
Í gær

Lúkas Logi framlengir á Hlíðarenda

Lúkas Logi framlengir á Hlíðarenda
433Sport
Í gær

Myndband: Furðuleg uppákoma á Englandi – Var snúið við á leið inn á völlinn

Myndband: Furðuleg uppákoma á Englandi – Var snúið við á leið inn á völlinn