fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Eyjan

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Bull, lygar og þvæla til að ná fylgi þeirra sem nenna ekki að kynna sér málin

Eyjan
Föstudaginn 9. janúar 2026 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bull, lygar og þvæla eru lögð að jöfnu við staðreyndir í almennri umræðu. Ekki þarf að horfa lengra en til Bandaríkjanna til að sjá það og þetta flæðir yfir í íslenska stjórnmálaumræðu þar sem Miðflokkurinn gerir út á lýðskrum til að ná fylgi þeirra sem nenna ekki að kynna sér málin. Bókun 35 snýst í rauninni ekki um neitt annað en það að ef reglur sem að hafa verið settar af Alþingi Íslendinga til þess að tryggja jafnræði á þessum innri markaði stangast á við einhverjar reglur sem að hafa af einhverjum öðrum ástæðum verið settar, að þá gildi þær reglur sem tryggja jafnræði á innri markaðnum. Magnús Árni Skjöld Magnússon, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og formaður Evrópuhreyfingarinnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Magnús Árni Skjöld - 1
play-sharp-fill

Magnús Árni Skjöld - 1

„Já, bókun 35. Þetta náttúrlega snýst allt bara um það að við erum auðvitað á þessum innri markaði Evrópusambandsins. Þetta snýst bara um það. Og það veldur því að við tökum upp reglur sem Evrópusambandið hefur mótað um það að samræma, já, hvað eigum við að segja, löggjöf á þessu efnahagssvæði, Evrópska efnahagssvæðinu sem við erum á. Og það snertir auðvitað bara hluti eins og að það sé jafnræði á milli fyrirtækja og einstaklinga á þessum markaði þegar kemur að viðskiptum með vörur og þjónustu og annað slíkt. Til þess að svona innri markaður virki, þá þarf það auðvitað að vera þannig að þær reglur sem eru settar á honum gildi alls staðar. Og þessi bókun 35 snýst í rauninni ekki um neitt annað en það að ef reglur sem að hafa verið settar af Alþingi Íslendinga til þess að tryggja jafnræði á þessum innri markaði stangast á við einhverjar reglur sem að hafa af einhverjum öðrum ástæðum verið settar, að þá gildi þær reglur sem tryggja jafnræði á innri markaðnum. Þetta er ekki flóknara en það.“

Nei, nei, þetta er neytendamál, ekki síst.

„Þetta er neytendamál. Þetta er auðvitað bara líka gríðarlega mikilvægt mál fyrir fyrirtækin í landinu, stór sem smá. Þau sem eru að starfa þessum markaði, að það séu ekki einhverjar sérreglur sem eru að koma í veg fyrir það að þau njóti jafnræðis á þessum innri markaði. Þetta snýst ekki um neitt annað. Svo er bara búið að búa til úr þessu einhvern strámann í annarlegum tilgangi. Það er bara þannig. Búa til einhvern strámann til þess að varpa einhverjum skugga á þetta Evrópusamstarf sem við erum í.“

Nákvæmlega. Og þegar maður horfir á þetta, að bókun 35 gengur einmitt út á að það séu samræmdar reglur á á þessu efnahagssvæði sem við erum hluti af …

„Og við erum ekkert að tala um það að það sé einhver löggjöf Evrópusambandsins sem gildi, heldur eru þetta reglur og lög sem Alþingi Íslendinga er búið að setja í þeim tilgangi að tryggja jafnrétti á þessum markaði.“

Þetta er náttúrlega einn af hornsteinum þess að íslensk fyrirtæki, íslenskt atvinnulíf, geti verið samkeppnishæft við atvinnulífið annars staðar á svæðinu, vinni við sama regluverk.

„Algjörlega. Og ég sakna þess, Ólafur, að atvinnulífið tali skýrt um þetta mál, bara kveði í kútinn þetta bull sem að hefur fengið að viðgangast í stjórnmálunum í kringum þetta.“

En það má búast við því, það er alla vega búið að gefa undir fótinn með það, að það verði talað mikið og lengi. Þurfum jafnvel að fá upprifjun á landnámsöld úr ræðustól Alþingis.

„Við erum náttúrlega kominn í mjög skrítna stöðu, bara heimurinn. Við erum komin í einhvers konar svona fasa þar sem bull, lygar og þvæla eru lögð að jöfnu við staðreyndir í almennri umræðu. Og stjórnmálamönnum, það þarf ekkert að horfa lengra en til Bandaríkjanna, er bara leyft að vaða uppi með alls konar ósannindi og þvælu, vil ég leyfa mér að segja. Og það virðist ekki vera nein leið til þess að leiðrétta þetta.

Þetta flæðir yfir í íslenska stjórnmálaumræðu, við sjáum umræðu hér á Íslandi sem bara þrífst á því að, að kynda undir svona ósannindum og þvælu og það er Miðflokkurinn …“

Sem stundar lýðskrum þar sem tilgangurinn helgar meðalið hjá þeim.

„Tilgangurinn helgar meðalið, bara að búa til einhvers konar annarlega stemningu til þess að þeir nái fylgi þeirra sem nenna ekki að kynna sér málin.“

Já, já. Og ástæðan fyrir því að við erum að fara í þessa löggildingu á bókun 35 er náttúrlega sú að við höfum fengið athugasemdir við það og við höfum rekið okkur á það að innleiðing okkar á bókun 35, eins og hún var gerð á sínum tíma fyrir meira en 30 árum, hún er ekki fullnægjandi. Það bara var gott dæmi, til dæmis, með konu sem að sem að var synjað um greiðslur í fæðingarorlofi.

„Passar. Þetta er auðvitað líka bara mikið hagsmunamál fyrir almenning, reyndar almenning, og fyrir ekki síst fyrirtæki og atvinnulífið á Íslandi. Enda er auðvitað breiður meiri hluti fyrir þessu á Alþingi.“

Það er breiður meiri hluti fyrir þessu á Alþingi þannig að þetta verður samþykkt.

„Flokkar sem eru ekkert endilega á því að við eigum að ganga í Evrópusambandið styðja þetta mál og skilja mikilvægi þess að hafa samræmdar reglur á innri markaði á Evrópska efnahagssvæðinu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Já og nei, Vilhjálmur

Haraldur Ólafsson skrifar: Já og nei, Vilhjálmur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Hide picture