fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirliði Tottenham, Cristian Romero, virtist beina skýrum skilaboðum að stjórn félagsins eftir dramatískt 3-2 tap gegn Bournemouth í gær.

Tapið var það áttunda hjá Spurs í deildinni á tímabilinu og jók pressuna á Thomas Frank, en liðið situr í 14. sæti eftir 21 umferð. Eftir leikinn steig Romero fram á Instagram, bað stuðningsmenn afsökunar en skaut jafnframt á stjórnendur félagsins.

„Á stundum eins og þessum ættu aðrir að stíga fram og tala, en þeir gera það ekki, eins og hefur verið í mörg ár. Þeir mæta bara þegar allt gengur vel,“ sagði Romero á Instagram.

Romero bætti við að leikmenn bæru ábyrgðina, en hvatti jafnframt til samstöðu og vinnusemi til að snúa gengi liðsins við. Færslan vakti mikla athygli, þar sem bæði Richarlison og Pedro Porro lýstu stuðningi sínum opinberlega.

Spennan var einnig í hámarki eftir leik, þar sem bæði Romero og Micky van de Ven lentu í orðaskiptum við stuðningsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye