fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Raunverulegar ástæður þess að Amorim var rekinn – Fór illa í yfirmenn þegar hann tók þessa leikmenn fyrir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. janúar 2026 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Manchester United var óánægð með gagnrýni Ruben Amorim á leikmenn akademíu félagsins og leikmann í aðalliði, Patrick Dorgu, sem og viðbrögð hans þegar honum var veitt endurgjöf. The Sun fjallar um málið.

Amorim var rekinn frá United í morgun eftir 14 mánuði í starfi. Samkvæmt The Sun töldu yfirmenn hjá félaginu að tilfinningar væru æ meira farnar að ráða för hjá honum og á Portúgalinn þá að hafa tekið illa í gagnrýni.

Sérstök óánægja var með 1-1 jafnteflið gegn Wolves á Old Trafford, þar sem Amorim fór aftur í sitt uppáhaldskerfi, 3-4-2-1, þrátt fyrir að United hefði unnið Newcastle með fjögurra manna varnarlínu nokkrum dögum fyrr.

Gagnrýni Amorim á ungu leikmennina Harry Amass og Chido Obi fór einnig illa í stjórn félagsins. Amorim sagði Amass vera í vandræðum á láni hjá Sheffield Wednesday og benti á að Obi væri ekki fastamaður í U21-liðinu. Hann hélt því síðar fram að menningin innan akademíunnar væri eins og allir ættu rétt á öllu.

Ummæli hans um Patrick Dorgu í nóvember vöktu einnig mikla óánægju. Dorgu voru fyrstu kaup INEOS, nýrra eigenda félagsins. Sagði Amorim að það væri eins og Dorgu væri stressaður í hvert einasta skipti sem hann fengi boltann.

United vildi byggja traustar stoðir á sveigjanlegum leikstíl, en tók Amorim illa í ábendingar manna á bak við tjöldin. Að lokum töldu yfirmenn að aðferðir hans hentuðu ekki og er hann því farinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Semenyo kynntur á föstudaginn

Semenyo kynntur á föstudaginn