fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Varpa sprengju um framtíð Amorim eftir eldræðu hans í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. janúar 2026 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugaverð frétt hefur litið dagsins ljós í kjölfar eldfims blaðamannafundar Ruben Amorim eftir 1-1 jafntefli Manchester United gegn Leeds United.

Eftir leikinn gaf Amorim sterklega í skyn að hann væri ósáttur við hlutverk sitt innan félagsins. Hann lagði áherslu á að hann hefði verið ráðinn sem knattspyrnustjóri en ekki einungis þjálfari og gaf jafnframt í skyn hvenær dvöl hans á Old Trafford gæti lokið.

„Ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri Manchester United, ekki bara þjálfari. Ég veit að ég heiti ekki Antonio Conte, Thomas Tuchel eða Jose Mourinho, en ég er knattspyrnustjóri Manchester United.

Þetta verður svona næstu 18 mánuði, eða þar til stjórnin ákveður að breyta. Ég mun ekki segja af mér. Ég sinni mínu starfi þar til einhver annar kemur og tekur við.“

Nú skömmu síðar segir Talksport frá því að framtíð Amorim hjá United sé í óvissu. Spila stirð samskipti við menn á bak við tjöldin þar mikið inn í.

Í fréttinni kemur fram að gremja Amorims hafi náð hámarki eftir að stjórn félagsins hvatti hann til að vera sveigjanlegri í taktík.

Amorim telur jafnframt að loforð um að hann fengi að styrkja hópinn í janúarglugganum hafi verið svikin. Það stefnir í rólegan glugga hjá United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óli Kri og Lúðvík stýra U-21 árs landsliðinu

Óli Kri og Lúðvík stýra U-21 árs landsliðinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti
433Sport
Í gær

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu