

West Ham hefur áhuga á að fá inn Raheem Sterling í janúar en hann fær ekkert að spila þessa stundina.
Sterling er á mála hjá Chelsea en fær engar mínútur og hefur hafnað því tækifæri að ganga í raðir West Ham.
Blaðamenn keppast um að ræða um næsta skref leikmannsins sem vill mun frekar fara til Fulham í þessum glugga.
Fulham er í 11. sæti deildarinnar á meðan West Ham sigur í 18. sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Sterling hefur ekkert spilað á þessu tímabili og er ljóst að hann á enga framtíð fyrir sér á Stamford Bridge.