
Japanski varnarmaðurinn Kota Takai er genginn til liðs við þýska félagið Borussia Mönchengladbach á láni frá Tottenham út tímabilið.
Takai, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við Tottenham frá Kawasaki Frontale síðasta sumar fyrir um 5 milljónir punda en hefur glímt við meiðsli frá komu sinni til Englands og á enn eftir að leika sinn fyrsta keppnisleik fyrir félagið.
Skiptin til Þýskalands eru hugsuð til að tryggja Takai reglulegan spilatíma.
Takai lék 81 leik fyrir Kawasaki Frontale og þreytti frumraun sína með landsliði Japans árið 2024. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki.
Kota Takai has joined Bundesliga side Borussia Mönchengladbach on loan for the remainder of the 2025/26 campaign.
Best of luck, Kota! 🙌
🔗 https://t.co/YVUeiEykge pic.twitter.com/OQGNTuOf7b
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 2, 2026