
Niclas Fullkrug er genginn í raðir AC Milan á láni frá West Ham. Þetta var staðfest í dag.
Framherjinn, sem er 32 ára gamall, hafði verið orðaður sterklega við ítalska félagið og eru skiptin nú staðfest. Milan getur svo keypt hann á 5 milljónir evra í sumar.
Fullkrug gekk til liðs við West Ham eftir að hafa gert vel í Þýskalandi með Dortmund og Werder Bremen, en honum tókst ekki að aðlagast á Englandi.
Adding a spearhead to our frontline 🎯#WelcomeFüllkrug
— AC Milan (@acmilan) January 2, 2026