

Stuðningsmenn Chelsea voru margir afskaplega óánægðir í gær eftir að Enzo Maresca var rekinn frá félaginu.
Ákvörðunin var mögulega sameiginleg en stjórn Chelsea vildi losna við Maresca sem sætti sig við ákvörðunina.
Chelsea er í fimmta sæti deildarinnar um þessar mundir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu níu leikjum sínum.
Margir netverjar létu í sér heyra eftir brottrekstur Maresca sem vann tvo titla með félaginu á stuttum tíma.
,,Þetta er verst rekni vinnustaður í sögunni,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Gott, snúum við, förum í öfuga átt og byrjum upp á nýtt. Hálfvitar.“
Mörgþúsund ummæli voru skrifuð á bæði X og Instagram þar sem stuðningsmenn gagnrýndu vinnubrögð Clearlake Capital sem á félagið.
Chelsea vann Sambandsdeildina og HM félagsliða undir Maresca sem í raun flotta hluti sem stjóri félagsins.