
Evrópusambandið snýst í grunninn um að varðveita frið, lýðræði og mannréttindi. Ríki sem fara þangað inn eingöngu á efnahagslegum forsendum gera það á röngum forsendum. Bretar fóru aftur út en Danir breyttu sinni afstöðu eftir innrás Rússlands á Krímskaga og eru nú inni á réttum forsendum. Þetta snýst ekki um hvað maður getur fengið út úr ESB heldur hvað maður hefur fram að færa. Vilhjálmur Egilsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.
Vilhjalmur Egilsson - 2
„Evrópusambandið er stofnað utan um frið, lýðræði og mannréttindi. Og það er þessi efnasamvinna og samtenging hagkerfanna sem að er ákveðið tæki. En markmiðið, stóra markmiðið friðurinn og öryggisþátturinn allur. Og svo lýðræðið og mannréttindin. Ef þú ert að hugsa bara um peninga og viðskipti og það allt saman, eða ef þú ert að hugsa um þessa stóru mynd þá sérðu bara það að þær þjóðir sem hafa komið inn í Evrópusambandið, Bretar svona stærsta dæmið, þar sem markaðsmálin og aðgangur að markaðnum og allt sem að snerist um peninga var aðalmálið. Að þá bara leið þeim mjög illa og fóru út.“
Þeir dauðsjá nú reyndar eftir því í dag.
„Það á nú eftir að koma í ljós, en svona var með Dani líka. Þeir gengu inn af því að Bretar gengu inn, af því að þeir þurftu að selja inn á markaðinn. Og Danir voru til dæmis efins um eins og hernaðarsamstarfið og ýmislegt svona annað. En svo skiptu Danir algjörlega um gír þegar Rússarnir réðust inn í Krím. Og eftir það líta Danir á Evrópusambandið og alla þessa samvinnu einmitt út frá því að þarna sé verið að reyna að ná friði og lýðræði og mannréttindum og tryggja öryggið. Og öryggið og friðurinn er dálítið svona eitthvað sem að hangir alveg saman.“
Og náttúrlega margfalda stærð heimamarkaðarins um leið.
„Já, já en ég er bara að segja, menn eru alltaf að leggja auðvitað eitthvað af mörkum og þú mátt ekki vera alltaf vera að hugsa þetta út frá því sem þú ert að fá út, heldur líka hvað hefur þú fram að færa. Danir hafa auðvitað heilmikið fram að færa inn á Evrópumarkaðinn. Og fá auðvitað líka heilmikið. Í þessu viðskiptaumhverfi hefur Dönum gengið bara mjög vel.
Þegar Rússarnir fóru inn í Krím voru allir skíthræddir og ástæða til. Og sjáum hvernig framhaldið var. Ég man eftir því að Gunnar Bragi Sveinsson, sem þá var utanríkisráðherra, fór og heimsótti Kiev og var að spjalla við þá. Þá kom upp að Úkraínumenn höfðu mjög mikinn áhuga á því að ganga í Evrópusambandið. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann hefði mikinn skilning á því að Úkraínumenn vildu ganga í Evrópusambandið. Hann hafði skilning á því, Og af hverju skyldu Úkraínumenn hafa viljað ganga í Evrópusambandið? Það var til að komast inn í þetta samfélag friðar og öryggis. Það er stóra málið.
Það er sama eins og með Eystrasaltsríkin eða ríkin í Mið- og Austur-Evrópu, það er þessi þörf fyrir að vera inni í þessu öryggis- og friðarneti, skulum við segja. Og Finnland gekk inn um leið og þeir máttu, eftir fall Sovétríkjanna.“
Já, já, einmitt. Það var nú ekki fyrr en eftir fall Sovétríkjanna að það kom til greina.
„Það var byrjað á EES-samningnum og Finnar voru með í honum og svo þegar að hérna allt breyttist þá sáu þá Finnar sér leik á borði og komu þá inn í Evrópusambandið. Og sama um Austurríki. Og þetta var út af öryggissjónarmiðunum, þrátt fyrir að Evrópusambandið hefði engan her í sjálfu sér, en bara að vera inni í þessu. Og Finnar koma meira að segja ekki inn í NATO fyrr en eftir að að Rússarnir voru búnir að ráðast á Úkraínu, Donbas.
Ég er bara að benda á það að friður eða öryggismálin, lýðræðið og mannréttindin, eru miklu meiri útgangspunktur í Evrópusambandinu. Og ástæða fyrir því að fólk í Evrópu er tilbúið til þess að líta ekki á sína hagsmuni þröngt heldur spá í það hvað getur það lagt af mörkum inn í þennan pakka til þess að styrkja friðinn og lýðræðið og mannréttindin. Svo lýtur þetta sínum eigin pólitísku lögmálum allt saman.“
Jú, jú, og maður sér að það blása vindar úr annarri átt víða í Evrópu núna.
„Já, en mér finnst svo bara ef margt sem er auðvitað að gerast í Evrópusambandinu og Evrópusambandið á erfitt. Þessi stóru aðildarríki, eins og Þýskaland og Frakkland, eiga erfitt og þau eiga erfitt þá eiga allir erfitt. En ef maður spáir í Evrópusambandið, þá eru kannski tvö stór vandamál. Annað vandamálið er bara svefnherbergisvandinn, eins og ég segi. Fæðingartíðnin hefur dottið sem ekki niður. Hinn stóri vandinn er að það hefur í rauninni verið sama ríkisstjórnin við völd í Evrópusambandinu allan tímann og þannig er að ákvörðunarferlið í Evrópusambandinu er þannig, í fyrsta lagi eru það nú ríkin, aðildarríkin, sem að hafa ekkert viljað gefa eftir valdið. Evrópuþinginu hefur verið að vaxa ásmegin og hefur svo sem völd á móti framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu, en það er ráðherraráðið sem er í rauninni valdamesta tækið og það er bara aðildarríkin sjálf.
Það eru aðildarríkin og ráðherraráðið sem eru megin ákvörðunartökuaðilinn í Evrópusambandinu. Af hverju segi ég sama ríkisstjórnin? Vegna þess að það fer ekkert í gegn í Evrópusambandinu nema það sé þokkalega góð samstaða milli EPP eða European People’s Party og og hérna PES eða sósíalista þessara mið-hægri og mið-vinstri flokka.“
Evrópusambandið er mikið inni á miðjunni.
„Já, það er þar og fast þar.“
Er það gott eða vont?
Ég segi bara, ef maður er að spá í þetta frá ári til árs eða eitthvað svoleiðis, þá er það ágætt í sjálfu sér. En ef maður spáir til lengdar, að vera með sömu ríkisstjórnina alltaf, þá efast ég um að það sé gott. Það myndast bara í kringum svona alltaf bara ákveðið kerfi og ákveðnar leikreglur sem að þarf bara oft að brjóta upp, á hvern veginn sem það er, en það hefur einhvern veginn ekki gerst. Það er ekki þannig að það myndast hægri blokk. Það hefur ekki verið ráðandi í hægri blokk, ekki verið ráðandi í vinstri blokk. Heldur hefur þessi miðja verið og það bara gerist það sama bara eins og í Þýskalandi þegar við erum með það sem kallast Grand Coalition, Þessar stóru samsteypustjórnir yfir miðjuna. Þetta gengur ákveðinn tíma. En svo verður svo svolítil þreyta.“
Einnig er hægt að hlusta á Spotify.