

Unai Emery, stjóri Aston Villa, er á því máli að hans menn séu ekki að berjast um enska meistaratitilinn þetta árið.
Villa hefur unnið 11 leiki í röð í öllum keppnum og vann frábæran sigur gegn Chelsea í síðustu umferð.
Villa er ekki langt frá toppsætinu en eins og er þá situr liðið í þriðja sæti með 39 stig, þremur stigum á eftir Arsenal fyrir viðureign liðanna í kvöld.
,,Ég er ekki á því máli að við getum barist um titilinn nei. Við erum að keppa um Evrópusæti en ekki að berjast við Manchester City og Arsenal,“ sagði Emery.
,,Það eru ennþá 19 leikir eftir og þarna eru líka lið eins og Liverpool, Chelsea og Manchester United. Við þurfum að berjast við þau lið og þurfum að vera stöðugir í 38 leiki.“
,,Að mínu mati eru Arsenal líklegastir. Þeir hafa bætt sig og eru að byggja upp lið og það eru um tveir leikmenn sem geta spilað hverja einustu stöðu.“