
Arsenal skoðar það að styrkja hópinn í janúarglugganum vegna meiðsla, en þetta staðfestir stjóri liðsins, Mikel Arteta.
Arsenal eyddi 267 milljónum punda í leikmenn í sumar, en núna eru leikmenn á borð við Ben White, Jurrien Timber, White, Havertz, Cristhian Mosquera, Max Dowman, Kai Havertz, Riccardo Calafiori og fleiri frá vegna meiðsla. Þá hafa William Saliba, Gabriel Jesus, Gabriel og Bukayo Saka einnig verið frá í vetur.
„Við verðum mjög meðvitaðir um stöðu leikmanna og hvenær þeir geta snúið aftur. Það er mikilvægt að hafa nægilega breidd, frá framherjum til varnarmanna. Það er engin töfralausn í okkar hóp, en við viljum bæta okkur og tryggja að við séum með vel samsettan hóp,“ segir Arteta um janúargluggann.
Arsenal klárar árið 2025 með stórleik gegn Aston Villa á Emirates í kvöld og getur gulltryggt að vera á toppnum um áramótin með sigri.