fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Rekinn frá Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. desember 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur sagt upp þjálfara sínum í föstum leikatriðum, Aaron Briggs, vegna dapurs árangurs í þeim hluta leiksins.

Arne Slot hefur ítrekað lýst óánægju sinni með frammistöðu liðsins í föstum leikatriðum, bæði varnar- og sóknarlega. Liverpool hefur fengið á sig tólf mörk eftir föst leikatriði. Það samsvarar 46% allra marka sem liðið hefur fengið á sig. Á sama tíma hafa Englandsmeistararnir aðeins skorað þrjú mörk úr föstum leikatriðum í deildinni, aðeins botnlið Wolves hefur skorað færri.

Briggs, sem áður starfaði hjá Manchester City, gekk til liðs við Liverpool sumarið 2024 sem þjálfari í þróun einstakra leikmanna og tók síðar við ábyrgð á föstum leikatriðum. Hann er sagður hafa unnið samviskusamlega og átt sinn þátt í meistaratitlinum á síðasta tímabili, en vegna vandamála á þessari leiktíð var tekin ákvörðun um að bregðast við. Að sögn félagsins var samið í sátt um starfslok hans.

Liverpool hyggst ráða nýjan þjálfara í hlutverkið síðar. Þangað til munu Slot og aðstoðarþjálfarar hans, Sipke Hulshoff og Giovanni van Bronckhorst, sjá um verkefnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Í gær

Amorim áfram án lykilmanna

Amorim áfram án lykilmanna