fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Moyes vill tvo leikmenn United í janúar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. desember 2025 11:30

David Moyes / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton vill tvo leikmenn Manchester United á láni í janúar, ef marka má sögusagnir frá Englandi í dag.

Samkvæmt iNews hefur David Moyes áhuga á að fá Kobbie Mainoo og Joshua Zirkzee til félagsins. Slíkir samningar yrðu þó flóknir, enda eru báðir leikmenn á háum launum og óljóst hvort United telji það henta sér að lána þá frá sér.

Everton ætlar að reyna að komast ódýrt frá janúarglugganum og fá 2-3 lánsmenn og fjárfesta heldur næsta sumar. Spila þar inn í dýrir flutningar á nýjan heimavöll.

Mainoo og Zirkzee eru báðir orðaðir sterklega frá United, einna helst til Ítalíu. Bæði hefur verið talað um mögulega lánssamninga og kaupsamninga í því samhengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum
433Sport
Í gær

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr