
Snúa þurfti við og neyðarlenda farþegaþotu frá Ryanair á leiðinni til Suður-Tenerife frá Birmingham-flugvelli í Englandi vegna ókyrrðar í flugi.
Canarian Weekly greinir frá þessu.
Atvikið átti sér stað sunnudaginn 28. desember í flugi FR1211. Vélin var stödd yfir frönsku hafnaborginni Brest er ókyrrðin hófst. Áhöfnin hafði þá byrjað veitingastölu um borð. Fjöldi farþega kastaðist til úr sætum sínum og meiddust. Áhöfnin lýsti því yfir neyðarástandi og virkjaði alþjóðlega viðurkenndan kóða fyrir hættuástand í flugi á ratsjánni, 7700.
Var jafnframt tekin ákvörðun um að snúa til baka til Birmingham og halda flughæð niðri í 10.000 fetum, sem öryggisráðstöfun. Flugvélin lenti í Birmingham um einni og hálfri klukkustund eftir brottför. Sjúkralið var þar til staðar til að hlúa að slösuðum farþegum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve margir farþegar slösuðust og hversu alvarleg meiðslin voru.
Sjá nánar hér.