

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir að liðið verði án lykilmanna fyrir leik gegn Wolves í kvöld.
Wolves hefur verið langversta lið úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili og er með tvö stig á botninum eftir 18 umferðir.
United verður án Bruno Fernandes, Harry Maguire og Mathijs de Ligt í leiknum sem er ákveðinn skellur fyrir heimaliðið.
Þá eru allar líkur á að Kobbie Mainoo verði ekki í hóp vegna meiðsla en hann hefur ekki spilað stórt hlutverk í vetur.