fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Zirkzee stefnir á brottför frá Manchester United í janúarglugganum, þrátt fyrir að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri félagsins, vilji halda honum áfram á Old Trafford.

Samkvæmt ítalska miðlinum La Gazzetta dello Sport hefur Zirkzee þegar gefið Roma grænt ljós eftir jákvæðar viðræður við íþróttastjórann Ricky Massara og þjálfarann Gian Piero Gasperini.

Í fréttinni kemur fram að Gasperini hafi fullvissað Hollendinginn um að hann passi fullkomlega inn í 3-4-2-1 leikkerfi liðsins, sem hafi vegið þungt í ákvörðun hans.

Zirkzee, sem er 24 ára, er sagður ósáttur við skort á reglulegum spiltíma hjá United og vill komast annað til að eiga meiri möguleika á að fara með hollenska landsliðinu á HM næsta sumar.

Hugsanlegt er að United bíði með að sleppa Zirkzee þar til Amad Diallo og Bryan Mbuemo eru komnir aftur úr Afríkukeppninni eftir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opnar sig eftir að hann var sagður vera nýr ástmaður Sydney Sweeney um helgina

Opnar sig eftir að hann var sagður vera nýr ástmaður Sydney Sweeney um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Í gær

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“