fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

United ætlar af krafti í fimm stórliða slag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. desember 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur mikinn áhuga á Kees Smit, efnilegum miðjumanni AZ Alkmaar, en alls fimm stórlið fylgjast grannt með framgangi hans.

Samkvæmt The Athletic hefur Ruben Amorim mikinn áhuga á að styrkja miðjuna og er Smit, sem er aðeins 19 ára gamall, ofarlega á lista United.

Samkeppnin er þó gríðarleg, en Newcastle í ensku úrvalsdeildinni auk Real Madrid, Barcelona og Borussia Dortmund eru einnig með Hollendinginn á blaði.

AZ Alkmaar hafa ekki í hyggju að selja Smit í janúarglugganum sem er handan við hornið, en skoðar tilboð upp á rúmar 50 milljónir punda í sumar.

Smit hefur spilað 27 leiki á tímabilinu, skorað tvö mörk og lagt upp fimm, auk þess sem hann sló í gegn á EM U-19 ára liða fyrr á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Dýrmætur sigur Tottenham

England: Dýrmætur sigur Tottenham
433Sport
Í gær

Garner aftur til United?

Garner aftur til United?
433Sport
Í gær

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“