fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. desember 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen hefur gagnrýnt stjóra Manchester United, Ruben Amorim, fyrir ummæli sem Portúgalinn lét falla á síðasta tímabili og vöktu mikla athygli.

Amorim sagði í janúar, á erfiðu tímabili hjá United, að liðið væri kannski versta lið í sögu Manchester United. Féllu ummælin í grýttan jarðveg meðal leikmanna, segir Eriksen.

„Þetta hjálpaði ekki neitt. Sumt er hægt að segja innan hópsins, en ekki opinberlega. Þetta setti aukinn þrýsting á leikmenn sem voru þegar að reyna sitt besta,“ segir Daninn.

Eriksen lék 35 leiki á síðasta tímabili, sem var hans fjórða og síðasta hjá United. Í maí var staðfest að hann myndi yfirgefa félagið eftir tímabilið og kvaddi hann með stæl þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Aston Villa í lokaumferðinni.

Eftir dvölina á Old Trafford samdi Eriksen við Wolfsburg í Þýskalandi, hvar hann er nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Í gær

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“
433Sport
Í gær

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum