

Christian Pulisic hefur brugðist við fréttum slúðurmiðla og neitað harðlega orðrómum um að hann eigi í ástarsambandi við leikkonuna Sydney Sweeney.
Kjaftasögurnar fóru að berast á samfélagsmiðlum á dögunum, en Pulisic svaraði fyrir þá eftir 3-0 sigur AC Milan á Hellas Verona í Serie A, þar sem Bandaríkjamaðurinn skoraði.

„Hættið vinsamlegast að búa til sögur um einkalíf mitt. Það getur haft skaðleg áhrif á fólk. Þetta er falsfrétt, hættum þessari kjánalegu umræðu,“ sagði Pulisic.
Pulisic, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Dortmund, er í sambandi við kylfinginn Alexu Melton og hefur verið síðan sumarið 2024.