fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag

Pressan
Mánudaginn 29. desember 2025 06:30

Giovanni Rosales Espinoz. Lögreglumynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föður í Texas tókst að rekja staðsetningu 15 ára gamallar dóttur sinnar sem hafði verið numin á brott er hún var úti að ganga með heimilishundinn. Atvikið átti sér stað á jóladag í bænum Porter fyrir utan Houston, Texas.

Faðirinn beitti foreldrastillingu á símanum sínum til að rekja ferðir síma dóttur sinnar. Honum tókst að finna hana þar sem hún var stödd í skóglendi í Harris-sýslu, skammt frá áðurnefndum bæ, Porter. Stúlkan sat fáklædd inni í pallbíl.

Feðginin flúðu af vettvangi og faðirinn hringdi í lögregluna. Skömmu síðar handtók lögregla hinn 23 ára gamla Giovanni Rosales Espinoza eftir að vitni í nágrenninu gaf lýsingu á honum. Espinoza var úrskurðaður í gæsluvarðhald og kærður fyrir mannrán og ósiðsemi í garð barns. Lögregla komst að því að hann hafði ógnað stúlkunni með hnífi.

Lögreglustjórinn í Montgomery-sýslu, Wesley Doolittle, segir um málið í yfirlýsingu: „Jóladagur á að vera gleðidagur en þessi maður ákvað að rústa þeirri gleði með því að herja á barn. Ég er ótrúlega stoltur af lögreglufulltrúum og rannsóknarlögreglumönnum okkar sem sáu til þess að þetta hættulega rándýr var handtekið og hann er ekki lengur á almannafæri.“

Dómari hafnaði því að láta hinn grunaða lausan gegn tryggingu og situr hann áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins heldur áfram.

Meðal fjölmiðla sem hafa fjallað um málið er Metro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 6 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“