

Það virðist stefna allt í það að Ruben Neves sé að kveðja Sádi Arabíu eftir dvöl hjá Al Hilal þar í landi.
Neves var áður á mála hjá Wolves en hann er frábær miðjumaður og komu skiptin til Sádi mörgum á óvart.
Fabrizio Romano segir að Neves hafi neitað að skrifa undir nýjan samning við Al Hilal og verður samningslaus 2026.
Hann má ræða við önnur félög strax í janúar og eru félög í Evrópu byrjuð að sýna leikmanninum áhuga.
Neves er 28 ára gamall og á að baki 63 landsleiki fyrir Portúgal en hann spilaði fyrir Wolves frá 2017 til 2023.