

Seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en spilað var á Selhurs Park, heimavelli Crystal Palace.
Palace tók á móti Tottenham þar sem eitt mark var skorað og það gerði varnarmaðurinn Archie Gray.
Gray skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu til að tryggja Tottenham dýrmæt þrjú stig.
Palace fékk svo sannarlega sín færi í þessum leik en mistókst að koma boltanum í netið og lokatölur, 0-1.
Tottenham er í 11. sæti deildarinnar með 25 stig, stigi á eftir Palace sem situr í því níunda.