

Ollie Watkins, framherji Aston Villa, hrósaði stjóra sínum í hástert eftir leik við Chelsea sem fór fram í gær.
Unai Emery er stjóri Villa en eftir mjög dapran fyrri hálfleik gegn Chelsea vann Villa leikinn á Stamford Bridge, 1-2.
Sigurinn var ekki beint sannfærandi en það var Watkins sem tók málin í sínar hendur og skoraði tvö mörk eftir sína innkomu.
Watkins segir að Emery hafi vitað nákvæmlega hvað hann væri að gera í þessari viðureign og hrósaði hans framlagi.
,,Það fyrsta sem ég vil segja er að Unai Emery er taktískur snillingur!“ sagði Watkins.
,,Þegar ég kom inná í seinni hálfleik þá notaði hann einnig Jadon Sancho og svo Morgan Rogers á vængnum og Youri Tielemans fór í tíuna – við vorum með auka mann fram á við.“