

Paul Scholes hefur tjáð sig um versta liðsfélaga sem hann þurfti að spila með hjá Manchester United en hann var sjálfur frábær fyrir félagið á sínum tíma.
Scholes fer harkalega í markmenn í þessu tilfelli og nefnir aðallega Mark Bosnich sem lék einnig með Aston Villa og Chelsea.

Scholes segir að Bosnich hafi sýnt lítinn sem engan metnað hjá United en hann var um tíma gómaður við að taka kókaín á sínum ferli sem leikmaður.
,,Það voru nokkrir þarna sem voru slakir og það fyrsta sem mér dettur í hug eru Massimo Taibi og Mark Bosnich,“ sagði Scholes.
,,Mark var flottur í markinu fyrir Aston Villa en þegar hann kom til okkar var hann svo ófagmannlegur, það var í raun fáránlegt.“
,,Við erum að æfa skotin og það eru yfirleitt 15-20 skot á mann en eftir þrjú skot þá var hann búinn á því og vildi fá annan mann í rammann.“