fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. desember 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes hefur tjáð sig um versta liðsfélaga sem hann þurfti að spila með hjá Manchester United en hann var sjálfur frábær fyrir félagið á sínum tíma.

Scholes fer harkalega í markmenn í þessu tilfelli og nefnir aðallega Mark Bosnich sem lék einnig með Aston Villa og Chelsea.

Paul Scholes vann ansi marga titla með Manchester United

Scholes segir að Bosnich hafi sýnt lítinn sem engan metnað hjá United en hann var um tíma gómaður við að taka kókaín á sínum ferli sem leikmaður.

,,Það voru nokkrir þarna sem voru slakir og það fyrsta sem mér dettur í hug eru Massimo Taibi og Mark Bosnich,“ sagði Scholes.

,,Mark var flottur í markinu fyrir Aston Villa en þegar hann kom til okkar var hann svo ófagmannlegur, það var í raun fáránlegt.“

,,Við erum að æfa skotin og það eru yfirleitt 15-20 skot á mann en eftir þrjú skot þá var hann búinn á því og vildi fá annan mann í rammann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Í gær

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin