

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur gert lítið ur pirringi Cole Palmer í gær í leik liðsins við Aston Villa.
Palmer var tekinn af velli á 72. mínútu í 2-1 tapi en hann er nýkominn aftur eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.
Englendingurinn var ekki sáttur með að vera tekinn af velli í viðureigninni og var það mjög augljóst fyrir áhorfendur.
Maresca segir þó að það sé ekkert vesen á milli hans og Palmer og minnir fólk á það að næsti leikur sé eftir aðeins nokkra daga.
,,Nei, nei það er ekkert vesen. Hann lagði sig fram bæði með boltann og án hans og stóð sig vel. Það er annar leikur eftir 48 tíma og við erum glaðir að hann sé kominn aftur á völlinn,“ sagði Maresca.