

Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Aston Villa heimsótti þar Chelsea í hörkuleik.
Chelsea var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu gestirnir ekki skot að marki – Joao Pedro skoraði eina mark þess hálfleiks fyrir Chelsea.
Ollie Watkins kom inná sem varamaður fyrir Villa í hálfleik og það virtist breyta miklu fyrir gestina.
Watkins skoraði tvö mörk til að tryggja Villa góðan 2-1 sigur á meðan skiptingar heimaliðsins skiluðu litlu.
Chelsea er 11 stigum frá toppsætinu eftir tapið en Villa er í flottum málum og hefur unnið átta deildarleiki í röð.