

Florian Wirtz væri mun meira gagnrýndur hjá Bayern Munchen hefði hann krotað undir þar í sumarglugganum.
Þetta segir landi hans, Thomas Muller, sem er goðsögn Bayern en spilar í dag í bandarísku MLS deildinni.
Wirtz kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen í sumar en hefur ekki náð að standast væntingar á Anfield hingað til.
Muller segir í raun að Wirtz sé heppinn með félag og að hann væri undir miklu meiri pressu hjá Bayern ef sama staða kæmi upp.
,,Það er rétt að hann sé að ganga í gegnum erfiðleika en þetta er ekki nálægt þeirri gagnrýni sem hann myndi fá þegar þú spilar illa fyrir Bayern,“ sagði Muller.
,,Þú ert í sviðsljósinu á hverjum einasta degi, sem útlendingur þá ertu einfaldlega ekki jafn mikið í umræðunni.“