fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. desember 2025 15:00

Rio Ferdinand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand er einn allra besti varnarmaður í sögu Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Ferdinand lék með United frá 2002 til 2014 en hann kom til Old Trafford frá Leeds en var áður á mála hjá West Ham.

Það voru margar stórstjörnur í liði United er Ferdinand samdi og leikmenn sem höfðu unnið ófáa titla – annað en hann sjálfur.

Varnarmanninum leið þá heldur illa þegar hann samdi til að byrja með og skammaðist sín í klefanum.

,,Ég var ekki búinn að vinna neinn titil á þessum tíma. Það var eins og ég væri að labba nakinn inn í búningsklefann og ég skammaðist mín,“ sagði Ferdinand.

,,Að komast þangað var auðveldara. Stjórinn sá mig og borgaði ákveðna upphæð til að fá mig og það var búið mjög fljótt.“

,,Að standa hliðina á þessum stórstjörnum til að byrja með var afskaplega erfitt, ég var svo lítill og bara í raun algjör aumingi innst inni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar
433Sport
Í gær

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Í gær

Gerrard til í að hjálpa Liverpool

Gerrard til í að hjálpa Liverpool
433Sport
Í gær

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“