

Fyrsta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en spilað var á Old Trafford í Manchester.
Manchester United fékk þar Newcastle í heimsókn og unnu heimamenn sterkan sigur og lyftu sér upp í fimmta sæti deildarinnar.
United spilaði heilt yfir vel í þessum leik og komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Patrick Dorgu sem reyndist eina mark leiksins.
Newcastle fékk þó sín færi í leiknum og þá aðallega í seinni hálfleik en mistókst að koma boltanum í netið.
Newcastle er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig, sex stigum frá Meistaradeildarsæti.