

Cole Palmer er loksins klár í að spila heilan fótboltaleik en þetta hefur Enzo Maresca, stjóri Chelsea, staðfest.
Maresca staðfesti það á blaðamannafundi í gær en Palmer hefur hægt og rólega verið að koma aftur inn í lið Chelsea.
Englendingurinn glímdi við meiðsli í um tvo mánuði en mun byrja gegn Aston Villa klukkan 17:30 á morgun.
Palmer er líklega mikilvægasti leikmaður Chelsea en hefur ekki náð að klára allar 90 mínúturnar í síðustu leikjum.
Maresca segir að Palmer sé kominn í mjög gott líkamlegt stand og að hann geti spilað allan leikinn í mikilvægri viðureign við Villa.