

Oliver Glasner ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Crystal Palace en þetta herma heimildir Fabrizio Romano.
Glasner hefur náð flottum árangri með Palace eftir að hafa tekið við félaginu árið 2024.
Þessi 51 árs gamli austurríkismaður var áður hjá Frankfurt en samningur hans rennur út næsta sumar.
Samkvæmt Romano er Glasner ákveðinn í að enda tímabilið vel með Palace en mun svo róa á önnur mið.
Palace situr í áttunda sæti deildarinnar eftir 17 umferðir með 26 stig.