

Ruben Dias, leikmaður Manchester City, segir að bæði leikmenn og stuðningsmenn félagsins verði aldrei saddir af titlum og vilji meira og meira næstu tímabil.
City er tveimur stigum á eftir Arsenal í toppbaráttunni þetta árið og þurfti að sætta sig við sigur Liverpool á því síðasta.
Dias segir að það sé ekki í boði fyrir neinn hjá félaginu að sætta sig við frábæran árangur undanfarin ár og að það þurfi að stefna enn hærra.
,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins. Þegar þú semur við Manchester City þá býst fólk við því að þú vinnir fótboltaleiki,“ sagði Dias.
,,Það er eins einfalt og það gerist. Ég er stoltur af því sem við höfum afrekað hingað til en það verður aldrei nóg. Við þurfum að vinna meira og meira.“