fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Eyjan

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Eyjan
Miðvikudaginn 24. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að við sem erum í evangelísku-lútersku þjóðkirkjunni horfum meira til boðskapar Nýja testamentisins en Gamla testamentið órjúfanlegur hluti Biblíunnar og geymir sögur af því hvernig það er að vera manneskja. Við túlkum boðskapinn út frá samtímanum og jafnvel þeir kristnir menn, sem segjast aðhyllast bókstaf Biblíunnar, túlka því að í Biblíunni er að finna margar mótsagnir. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Guðrún Karls Helgudóttir - 2
play-sharp-fill

Guðrún Karls Helgudóttir - 2

Það hefur svo margt breyst á bara á mínum líftíma, þá hefur viðhorf fólks til svo margs breyst. Við getum bara talað um viðhorfið til samkynhneigðar, viðhorfið til hvers kyns hinsegin. Það hefur gjörbreyst og mig langar til að segja að fyrir 50 árum þá hafi það verið kannski nær því sem það var fyrir 500 árum en því sem það er í dag.

„Já. Þetta hefur breyst á skömmum tíma.“

Og maður sér það að kirkjudeildir og bara mismunandi einstaklingar innan kirkjunnar taka þessu misvel, þessum breytingum sem hafa orðið. Sums staðar er kirkjan að berjast gegn þessu. Þegar ég segi kirkjan, þá er ég að gera það í víðustu skilgreiningu. Er ekki að tala um íslensku þjóðkirkjuna.

„Nei, nei, akkúrat. Einmitt. Vegna þess að kristnin er náttúrulega mjög breið og það eru alls kyns kirkjudeildir og fríkirkjur og við fylgjum ekki öll nákvæmlega sömu forskrift þegar kemur að túlkunum. Og það er til eitthvað sem heitir bókstafstrú. Og það er til eitthvað sem heitir að túlka ritninguna. Og við í Þjóðkirkjunni erum þar. Við túlkum ritninguna og þess vegna erum við með hámenntaða guðfræðinga sem presta og sem djákna til þess að einmitt hjálpa okkur að túlka ritninguna.

Það þarf að túlka hana út frá sögulegu samhengi. Það þarf að túlka hana út frá aðstæðum á þeim tíma sem orðin voru sögð og skrifuð. En það eru samt alltaf ákveðnir hlutir sem bara standa.

Til dæmis er bara góð leiðbeining að, alveg sama hvað við lesum í Biblíunni og hvernig lífið fer með okkur, þá virkar alltaf, virka alltaf orð Jesú, sem eru æðsta boðorðið af öllum boðorðum, sem er: Elska skaltu Drottinn Guð þinn og elska skaltu náungann eins og sjálfan þig. Í raun og veru túlkum við allt út frá þessu.

Þetta er svona útgangspunkturinn. Og svo náttúrlega líka gullna reglan sem skiptir öllu máli þegar Jesús segir: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þannig að orð Jesú fyrir okkur í evangelísk-lúterskri kirkju, þá eru orð Jesú túlkunarlykillinn að öllu saman.

En svo er bara Biblían mest spennandi bók sem er til. Það er allt þarna. Hún einhvern veginn fjallar náttúrlega um það með ólíkum hætti hvernig það er að vera manneskja í tengslum við almættið.“

En það er dálítið merkilegt, þú kemur inn á þessa túlkun, muninn á bókstaf og túlkun. Sko, horfandi á þetta, við náttúrlega höfum horft á önnur trúarbrögð festast, alla vega svona svæðisbundið, undir svona hæl bókstafstrúar. En mér finnst við vera að sjá það líka sums staðar í kristninni í dag.

„Algjörlega. Já, það er alveg rétt. Það eru kristnar hreyfingar og og kirkjudeildir sem að eru mjög harðar í bókstafstrú. En það er svo erfitt með bókstafstrú þegar kemur að Biblíunni, vegna þess að það er svo mikið af mótsögnum. Þannig að í raun og veru er samt alltaf verið að túlka með einhverjum hætti.“

Já, þú ert að segja með öðrum orðum að sko þeir sem segjast aðhyllast bókstafinn, þeir eru samt að túlka.

„Alltaf að túlka, alltaf að túlka eitthvað. Vegna þess að það er eiginlega ekki hægt annað, en vissulega þá taka þau kannski ákveðnum svona orðum bókstaflegar en við gerum svona almennt í Þjóðkirkjunni. En ég vil samt leggja áherslu á það að Biblían er grundvallarrit evangelísk-lúterskrar kirkju, ásamt öðrum játningarritum og við erum þar í allri túlkun, við erum innan okkar játninga. Og það er ekkert í boði að fara út fyrir það. Þá erum við ekki evangelísk-lútersk kirkja.“

Nei, nei. Í grófum dráttum þá samanstendur Biblían, er það ekki, af Gamla testamentinu og Nýja testamentinu?

„Jú, jú. Og svo er bæði Gamla testamentið og Nýja testamentið eru fjölmargar bækur þannig að þetta er svona safn rita.“

Já, og Gamla testamentið var náttúrlega til fyrir Krist.

„Já. Það var náttúrlega Biblía Jesú Krists.“

Það var einhver sem sagði við mig að Guð Gamla testamentisins, hann væri harður og hefnigjarn á meðan að Nýja testamentið færir okkur Guð sem er mildur og umburðarlyndur.

„Það má eiginlega segja að kristin trú lítur á það svoleiðis að, eða trúir því að Guð gerðist manneskja í Jesú Kristi til þess að sýna okkur hvað Guð er eða hvernig Guð er. Þannig að Jesús birtir okkur með sínum orðum og sínu atferli og lífssögu hver Guð er.“

Já. Um, er það ekki, sko, er það ekki rétt að við horfum, ég veit að við, að í kirkjulegar athafnir og svona, jöfnum höndum er náttúrlega lesið upp úr Gamla og Nýja testamentinu. En horfum við ekki meira til Nýja testamentis?

„Jú, við gerum það. Í kristinni kirkju gerum við það. En þetta eru samt sem áður, uh, rit sem að við nýtum allt, þetta er allt okkar Biblía. Og ef eitthvað er, þá held ég að við mættum bara lesa stundum svolítið meira í Gamla testamentinu. Það er vegna þess að Gamla testamentið er svo fullt af merkilegum sögum og frásögnum af því hvernig það er að vera manneskja. Það eru þarna mjög ljótar sögur og erfiðar sögur, það eru fallegar sögur, í raun og veru er þetta lýsing á því hvernig er að vera manneskja í tengslum við almættið. Og það er mjög gaman að kynnast því og ég mæli alveg með því að fólk svona, ef það langar í svolítið, ja, spennandi sögur, þá eru þær margar í Gamla testamentinu. En svo eru þar líka falleg ljóð og það eru ástarljóð og, og það er einhvern veginn öll, öll flóra, allt litrófið er í Gamla testamentinu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Hide picture