
Það halda liði Hearts í Skotlandi engin bönd og náði liðið sögulegum áfanga í jólamánuðinum.
Liðið er á toppi skosku úrvalsdeildarinnar um jólin, í deild sem hefur verið einokuð af Celtic og Rangers svo áratugum skiptir.
Liðið vann einmitt báða risana í desember, báða leikina 2-1, en þetta hefur engu liði tekist í 26 ár, þegar St. Johnstone tókst það.
Þess má geta að Tómas Bent Magnússon er á mála hjá Hearts, en hann gekk í raðir félagsins frá Val síðasta sumar.
2 – Hearts are the first team to win a league game against both Celtic and Rangers in the same month since St. Johnstone in April 1999. Revolution. pic.twitter.com/Wolc1LM9H5
— OptaJoe (@OptaJoe) December 21, 2025