

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Kristján er engan veginn hrifinn af fyrirkomulaginu í Lengjudeild karla, þar sem aðeins eitt lið fer beint upp í efstu deild en þau fjögur fyrir neðan í umspil.
„Þetta er bara galið system, að það fari bara eitt lið upp. Það er innan við tíu prósent deildarinnar,“ benti Kristján á.
„Keflavík í sumar, þeir voru ekkert með í mótinu. Svo skríða þeir upp í fimmta sæti og fara upp. Fyrir mér er þetta galið.“
Umræðan í heild er í spilaranum.