fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. desember 2025 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýjum metsölulista Nettó er Tál, bók Arnalds Indriðasonar pikkföst á toppi listans aðra vikuna í röð, en hart er keppt um sæti 2-3 á listanum. Þar færist Ólafur Jóhann Ólafsson upp um eitt sæti með bókina Kvöldsónatan, og færist upp fyrir Yrsu Sigurðardóttur sem er með bókina Syndafall. Í fjórða sæti er svo bók Katrínar Jakobsdóttur og Ragnars Jónasonar, Franski spítalinn.

Baráttan um brandarana

Mestu breytingarnar á milli vikna eru í flokki fræðibóka og handbóka en þar er bókin Jeppar í lífi þjóðar enn á toppnum. Spegill þjóðar, eftir Gunnar V. Andrésson og Sigmund Erni Rúnarsson, fer upp um tvö sæti. Pabbabrandarar rjúka upp um tvö sæti á kostnað Fimm aura, bókarinnar um langfyndnustu brandara í heimi. Ljóst er því að harka hefur færst í keppnina um söluhæstu brandarabókina í ár. Ný bók á topp tíu listanum í þessum flokki er Steikarbók Óskars eftir Óskar Finnsson matreiðslumeistara en hún kemur inn í áttunda sætið.

Tvær bækur Birgittu á eftir Skólastjóranum

Í flokki unglinga- og barnabóka situr Ævar Þór Benediktsson í fyrsta sæti með bókina Skólastjórinn sem einnig vermdi fyrsta sætið í síðustu viku. Birgitta Haukdal sækir á og situr nú bæði í öðru og þriðja sæti á listanum sem er breyting frá því í síðustu viku með bækurnar Lára fer á hestbak og Atli fer í tívolí. Fast á eftir Birgittu er svo Gunnar Helgason með bókina Birtingur og símabannið mikla.

Sögur biskups, einhleypra kvenna og fótboltaþjálfara á toppnum

Útkall er áfram söluhæsta bókin í flokki ævisagna en bókin Mamma og ég, færist upp um eitt sæti á kostnað bókar Reynis Finndal Grétarssonar, Fjórar árstíðir. Fast á eftir kemur bókin um fótboltaþjálfarann Óla Jó í fjórða sæti og þar á eftir er Minningabrot eftir fyrrum biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson. Á eftir séra Karli eru svo Piparmeyjar, Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttir.

Í Nettó eru yfir 200 bókatitlar til sölu og eins og fram hefur komið í verðkönnun ASÍ hefur verð á bókum hjá Nettó verið með því lægsta á markaðnum nú fyrir jólin.

Metsölulisti Nettó

Barna- og unglingabækur

  1. Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson
  2. Lára fer á hestbak eftir Birgittu Haukdal
  3. Atli fer í tívolí eftir Birgittu Haukdal
  4. Birtingur og símabannið mikla eftir Gunnar Helgason
  5. Bókajóladagatal Barnanna þýðandi Andri Karel Ásgeirsson
  6. Lína fer í lautarferð eftir Astrid Lindgren / þýð. Sigrún Árnadóttir
  7. Leikum með sveinka – verkefnabók
  8. Hér kemur Fílsi þýðandi Huginn Þór Grétarsson
  9. Þín eigin saga #12: Gleðileg jól eftir Ævar Þór Benediktsson
  10. Bóbó Bangsi og slökkvuliðið eftir Hartmut Bieber / þýð. Ágúst Sindri Karlsson

Skáldsögur fyrir fullorðna

  1. Tál eftir Arnald Indriðason
  2. Kvöldsónatan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
  3. Syndafall eftir Yrsu Sigurðardóttur
  4. Franski spítalinn eftir Katrínu Jakobsdóttir og Ragnar Jónason
  5. Hin helga kvöl eftir Stefán Mána
  6. Allar litlu lygarnar eftir Evu Björg Ægisdóttir
  7. Sjá dagar koma eftir Einar Kárason
  8. Líf eftir Reynir Finndal Grétarsson
  9. Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason
  10. Emilía eftir Ragnar JónasonFræðirit
  11. Jeppar í lífi þjóðar höf. Örn Sigurðsson
  12. Spegill þjóðar. Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan bak við þær höf. Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
  13. Söguþættir landpóstanna ritstj. Helgi Valtýsson umsj. Guðjón Ragnar Jónasson
  14. Fólkið í vitanum höf. Reynir Traustason
  15. Pabbabrandarar 1 höf. Þorkell Guðmundsson
  16. Hlaðan. Þankar til framtíðar eftir Bergsvein Birgisson
  17. Fimm aurar umsj. Guðjón Ingi Eiríksson
  18. Steikarbók Óskars höf. Óskar Finnsson
  19. Flóra höf. Jón Baldur Hlíðberg
  20. Spurningabókin 2025 höf. Guðjón Ingi Eiríksson

Ævisögur

  1. Útkall: Ég er á lífi eftir Óttar Sveinsson
  2. Mamma og ég eftir Kolbein Þorsteinsson
  3. Fjórar árstíðir eftir Reynir Finndal Grétarsson
  4. Óli Jó eftir Ingva Þór Sæmundsson
  5. Karl Sigurbjörnsson – Minningabrot
  6. Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttir
  7. Einn, tveir þrír, fjórir – Bítlarnir í tímanna rás, höf. Craig Brown / þýð. Helgi Ingólfsson
  8. Stúlka með Fálka: fullorðinsminningar höf. Þórunn Valdimarsdóttir
  9. Heimsins besti dagur í helvíti höf. Lilja Ósk Snorradóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Í gær

Ferðamenn köstuðu steinum í seli á Íslandi – „Svo skrýtið að gera þetta“

Ferðamenn köstuðu steinum í seli á Íslandi – „Svo skrýtið að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Samherjamálið: Segist hafa fengið boð upp á 400 milljónir króna fyrir þögn sína

Samherjamálið: Segist hafa fengið boð upp á 400 milljónir króna fyrir þögn sína