
Samantha Smith hefur yfirgefið Breiðablik og mun ekki spila áfram á Íslandi. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.
Samantha hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Kom hún til Blika í fyrra eftir að hafa slegið í gegn með FHL í Lengjudeildinni, hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari um haustið og vann svo tvöfalt í ár.
Þakkar hún Blikum, sér í lagi Nik Chamberlain fyrir að fá sig til félagsins, FHL og Íslandi í yfirlýsingu sinni. „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt, sjáumst!“ segir þar til að mynda.
View this post on Instagram