fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Eyjan
Föstudaginn 5. desember 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum eftir mikla heilaskurðaðgerð spurði Karl Ágúst Úlfsson lækninn sinn hvort hann kæmist ekki örugglega á skíði í næstra mánuði. Læknirinn hló dátt. Karl Ágúst þurfti að byrja upp á nýtt eftir aðgerðina þar sem æxli við heilann var fjarlægt. Verst fannst honum að tapa orðunum, finna ekki orðin. Það var afleitt fyrir rithöfund. Nú hefur hann gefið út bók sem auk þess að vera bráðskemmtileg er sjálfshjálp fyrir hann og veitir góða innsýn m.a. í Spaugstofuna. Karl Ágúst er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Karl Ágúst - 1
play-sharp-fill

Karl Ágúst - 1

Þú varst að gefa út bók.

„Já, ég var að gefa út bók, bókina Fífl sem ég var.“

Hún fer dálítið yfir þinn feril en þetta er mjög persónuleg bók.

„Já, hún er mjög persónuleg og hún verður til einhvern veginn í höfðinu á mér, í heilanum á mér sem ég var að reyna að koma í lag eftir stóra og erfiða aðgerð.“

Já, þú greindist með æxli og það þurfti að fjarlægja það, það.

„Það þurfti að fjarlægja það og það vill þannig til að í dag er 5. desember, á morgun á þetta þriggja ára afmæli, þessi aðgerð. Þannig að það eru akkúrat þrjú ár núna síðan. Náttúrlega var ekki annað í boði en að fjarlægja þetta því að ég var kominn í erfitt ástand og, og gekkst undir þessa aðgerð og svo í kjölfarið þá þurfti ég bara virkilega að hjálpa sjálfum mér. Ég þurfti á sjálfshjálp að halda. Og endurhæfingu. Hún var náttúrulega af ýmsu tagi. Ég þurfti að koma mér aftur í líkamlegt form sem var eiginlega orðið handónýtt eftir að hafa legið í sjúkrarúmi svolítið miklu lengur í átt von á

Eftir þessa aðgerð var ég svolítið svo ruglaður og þó ég lægi í rúminu og væri eiginlega alveg máttlaus og kæmist varla á klósettið, þá spurði ég lækninn hvort ég kæmist ekki örugglega á skíði í næsta mánuði. Hann bara hló. Haha. Það var algjörlega fáránleg hugdetta að halda að það gæti gengið upp.“

Þú þurftir bara að mörgu leyti að byrja upp á nýtt.

„Já, ég þurfti það að mörgu leyti. Orðaforðinn minn, hann var orðinn algjörlega ofboðslega rýr. Ég náði ekki að tjá mig. Ég fann ekki orðin sem ég ætlaði að nota yfir það sem ég vildi tala um. Og fyrir rithöfund var náttúrulega alveg skelfilegt að, að hérna, hafa ekki lengur tungumálið á valdi sínu.“

Já, rithöfundur og orðasmiður líka. Þú átt helling af orðum sem við notum í daglegu máli sem okkur finnst alltaf hafa verið til en hafa ekkert alltaf verið til á íslensku.

„Það getur verið.“

Það var í Börnum mánans, er það ekki? Þar kom, þar kom mikið af svona nýyrðum. Ég fíla þetta, við meikum þetta ekki, sjitturinn, hvað þetta er lási. Þetta eru orð sem við notum í dag.

„Já, við gerum það og þau voru reyndar til í tungumáli unglinga á þessum tíma en þau höfðu aldrei mátt heyrast af því þetta … ég þýddi þetta sem útvarpsleikrit og það var nú eiginlega skandallinn í kringum þetta var sá að þýðandinn hafði leyft sér að nota slangur sem átti alls ekki að heyrast í útvarpi. Fólk æsti sig töluvert yfir þessu.“

Maður man náttúrulega eftir þessum útvarpsleikritum í gamla daga þegar málfarið var svo formlegt að maður bara stirðnaði eiginlega, maður stirðnaði við að hlusta. En ef þú ætlar að hafa samtöl raunveruleg, þá verðurðu að nota orðfærið sem er notað úti í bæ.

„Það var nú það sem mér fannst á sínum tíma. Ég var náttúrlega kornungur, ég var bara rétt rúmlega tvítugur þegar ég vinn þessa þýðingu. En það var mín skoðun að auðvitað ætti ég að vera trúr höfundinum sem notaði alls konar klámyrði og eitt og annað í upprunalega textanum og náttúrlega vera trúr persónunum því að þær máttu ekki orða hlutina of hátíðlega, þá hefði þessi saga ekki gengið upp.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Glansmyndin Ísland

Sigurður Hólmar skrifar: Glansmyndin Ísland
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
Hide picture