

Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar, mætti til Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Markvörðurinn Jökull Andrésson yfirgaf Aftureldingu eftir fall liðsins úr efstu deild í sumar og fór til FH. Magnús virðir hans ákvörðun.
„Í fyrra vildi FH fá hann en við sannfærðum hann um að taka tímabil með Aftureldingu í efstu deild. Ég held hann sjái ekki eftir því og hann mun alltaf horfa á þetta sem skemmtilegt tímabil, þó það hafi endað eins og það endaði,“ sagði Magnús.
Jökull kom heim til Aftureldingar í fyrra eftir fjölda ára í atvinnumennsku á Englandi. Hann vonast til að fara aftur út að sögn Magnúsar.
„Hann vildi spila áfram í Bestu deildinni og horfir í það að fara jafnvel í framtíðinni aftur erlendis. Við verðum að virða þá ákvörðun. Við erum með frábæra markvörð í Arnari Daða og sækjum annan markvörð til að vera í samkeppni við hann. Þá erum við í toppmálum.“
Nánar í spilaranum.