fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið

Pressan
Föstudaginn 28. nóvember 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskemmtileg sjón blasti við íbúum hafnarborgarinnar Dubrovnik í Króatíu á dögunum eftir að óveðri sem þar gekk yfir slotaði.

Dubrovnik og nágrenni hennar er þekkt fyrir fallegar strendur, en segja má að þær hafi breyst í ruslahaug þar sem gríðarlegu magni af rusli skolaði á land í óveðrinu.

Í frétt New York Times kemur fram að staðan hafi verið einna verst á Banje-ströndinni og virðist sökudólgurinn koma frá nágrannaríkinu Albaníu. Meirihlutinn af því rusli sem skolaði á land var með merkingar frá Albaníu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í Dubrovnik og nágrenni og virðast straumar Adríahafsins rusl frá nágrannalöndunum upp að ströndum borgarinnar. Í frétt New York Times kemur fram að ýmislegt óskemmtilegt hafi ratað á land, þar á meðal dauð dýr.

Mato Franković, borgarstjóri Dubrovnik, segir að utanríkisráðuneyti Króatíu hafi átt í viðræðum við Albaníu um þetta endurteknu vandamál og jafnvel boðið fjárhagsaðstoð til að hjálpa Albaníu að standa betur að meðhöndlun úrgangs.

Fjölmennur hópur fólks vinnur nú að því að fjarlægja úrganginn í Dubrovnik, en að stærstum hluta er um að ræða plast og málma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum