fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Pressan
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 17:30

Matteo Salvini. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil reiði ríkir á Ítalíu eftir að ungri konu var nauðgað í almenningsgarði í Róm á meðan kærasti hennar var látinn horfa á. Þrír menn, ungir innflytjendur frá Norður-Afríku, eru í haldi lögreglu vegna málsins en talið er að mennirnir hafi verið fimm í það heila.

Parið var í bifreið sinni í Tor Tre Teste-garðinum í austurhluta borgarinnar þegar mennirnir komu aðvífandi. Brutu þeir rúðu í bifreiðinni með flösku og drógu parið út.

Var manninum haldið niðri á meðan annar úr hópnum dró konuna út úr bílnum og nauðgaði henni fyrir framan manninn. Mennirnir flúðu af vettvangi í kjölfarið, en parið leitaði sér aðstoðar á næsta spítala.

Konan sem varð fyrir árásinni er sögð vera 18 ára en maðurinn 24 ára.

Matteo Salvini, innviða- og varaforsætisráðherra Ítalíu og formaður Norðurbandalagsins, var ómyrkur í máli á samfélagsmiðlinum X í gær.

„Á sama degi og á að vekja athygli á ofbeldi gegn konum berast okkur þessar skelfilegu fréttir. Við leggjum til efnafræðilega geldingu til að stöðva nauðgara og barnaníðinga, og tillagan okkar er þegar komin fyrir þingið. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum […] Við verðum að uppræta ofbeldið.“

Lögreglumaður sem kom að málinu segir við Daily Mail að árásin hafi verið sérstaklega óhugnanleg og parið hafi verið beitt miklu ofbeldi.

Mennirnir eru sagðir hafa sagt í yfirheyrslum hjá lögreglu að þeir hefðu ætlað að ræna parið til að eiga fyrir fíkniefnum. Þeir hefðu gert það áður og einkum beint spjótum sínum að vændiskonum í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Í gær

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum