fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Eyjan

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“

Eyjan
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins ritaði grein í gær þar sem hann kallaði kílómetragjöld barnaskatt. Þessi líking þingmannsins hefur vakið athygli þar sem umræðan um kílómetragjaldið hefur ekki miðað mikið að börnum, enda eru þau lítið að keyra nema rétt svo frá 17 ára afmælinu.

Færði Vilhjálmur þau rök fyrir þessari fullyrðingu sinni að það sé mikið skutl sem fylgir börnum sem stunda íþróttir, sérstaklega á landsbyggðinni. Þarna muni kílómetragjaldið bíta börnin. Svo séu það börnin í mótorsporti, en nú standi til að leggja allt að 40 prósenta vörugjöld á keppnistæki þeirra.

„Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt.“

Vilhjálmur hefur verið gagnrýndur fyrir greinina. Fyrrum þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, segir Vilhjálm ómálefnalegan enda sé hann að nota börn til að vekja tilfinningaleg hugþrif þrátt fyrir að hér sé um að ræða málefni sem tengist börnum í raun sáralítið. Björn skrifaði á Facebook í gær:

„Ómálefnalegt að kalla breytingu á eldsneytisgjöldum úr pumpugjaldi í km-gjald „barnaskatt“. Börn mega ekki einu sinni keyra bíla.
Þetta er svakalega gott dæmi um „er ekki einhver að hugsa um börnin“ rökvilluna.
Það segir sitt þegar gripið er í svona rök – hversu mikil rökleysan er þar á bæ að það verður að reyna að bera fyrir sig börn í tilfinningakapphlaupi.
Hvenær getum við fengið yfirvegaða umræðu í staðinn fyrir svona rusl?“

Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, hefur skrifað svargrein til Vilhjálms. Þar sem meðal annars stendur:

„Þetta skrifar Vilhjálmur og ætlast til þess að fólk taki hann alvarlega.“

Þórður rekur að um 60 prósent nýrra bíla séu rafbílar. Eðlisbreyting varð á bílaflotanum í tíð síðustu ríkisstjórnar. Skattar af eldsneyti sem áður stóðu undir viðhaldi og nýfjárfestingum á vegum voru ekki lengur að skila sér með sama hætti og vegir dröbbuðust niður. Sjálfstæðisflokkurinn hafi sjálfur viðrað hugmyndir um hærri bifreiðagjöld, vörugjöld og upptöku kílómetragjalds. Vilhjálmur hafi þó aldrei gagnrýnt þær hugmyndir og kallað þær barnaskatt þegar það var fyrrum formaður hans, Bjarni Benediktsson, sem stóð á bak við þær.

„Vilhjálmur kallaði ætlaðar gjaldahækkanir ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, settar fram í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi, aldrei skattahækkanir á venjulegt vinnandi fólk. Hann kallaði þær aldrei „barnaskatt“ og málaði þær aldrei upp sem aðgangshindrun fyrir ungt fólk að mótorkrossi.

Samt átti „barnaskattur“ Vilhjálms og félaga að skila ríkissjóði meiri tekjum en hann mun skila nú í útfærslu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli