fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Fókus
Föstudaginn 21. nóvember 2025 12:30

Justin Trudeau og Katy Perry. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan Katy Perry og fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, eru sögð hafa tekið stórt skref í sambandi sínu og eru að plana að eyða hátíðunum saman.

People greinir frá. Heimildarmaður miðilsins sagði að undanfarna mánuði hafa þau orðið nánari og að Perry væri spennt að klára tónleikaferðalag sitt.

„Án gríns, þá hefur þetta ár verið eins og hvirfilbylur fyrir hana. Hún hefur ekki einu sinni haft tíma til að hugsa almennilega um lífið eftir tónleikaferðalagið,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að hún mun aðallega eyða tíma með dóttur sinni, Daisy Dove Bloom, sem hún á með fyrrverandi unnusta sínum, leikaranum Orlando Bloom.

En samkvæmt People ætlar nýja stjörnuparið líka að verja einhverjum tíma saman yfir hátíðarnar.

Fyrrverandi eiginkona Trudeau, kanadíska fjölmiðlakonan og fyrirlesarinn Sophie Grégoire, rauf þögnina um samband hans og Katy í byrjun vikunnar. Þau voru gift frá 2005 til 2023 og eiga saman þrjú börn.

Sjá einnig: Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

„Við erum mennsk og sumt hefur áhrif á okkur. Hvernig þú bregst við er þín ákvörðun, þannig ég tek meðvitaða ákvörðun um að hlusta á tónlistina frekar en hávaðann,“ sagði hún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Í gær

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga