fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 16:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands þann 13. nóvember vegna atvika sem urðu á Akureyri í lok ágústmánaðar árið 2023. Tveir kornungir menn voru þar ákærðir fyrir húsbrot og gripdeild með því að hafa farið án heimildar inn í herbergi á ótilteknum stað (afmáð úr dómi) á Akureyri og gripið þar til sín JBL Partýbox 310 og Playstation 5 tölvu með diskadrifi og fjarstýringu og horfið af vettvangi í bifreið. Verðmæti þessara muna sem voru teknir er rúmlega 200 þúsund krónur.

Annar mannanna var að auki ákærður fyrir vopnlagabrot með því að hafa haft í vörslu sinni útdraganlega kylfu.

Farsakennd atburðarás

Lýsing á málsatvikum í texta dómsins er óvenjuleg. Var tilkynnt um yfirstaðið innbrot á Akureyri og þegar lögregla kom á vettvang tók tilkynnandi á móti henni og var í miklu uppnámi. Skýrði hann frá því að félagi hans byggi í húsinu en hann hafi verið í íbúðinni til að gefa kettinum hans.

Hann hafi verið búinn að vera þar í um klukkustund þegar strákar hafi ráðist þar inn. Þeir hafi verið með klúta, annar með „bandana“ fyrir hálfu andlitinu og hinn með trefil, báðir hafi verið dökkhærðir og annar með „mullet“ klippingu. Hann kvaðst hafa staðið upp en þeir hent
honum aftur í rúmið, tekið hvíta Playstation 5 tölvu með diskadrifi, hvíta fjarstýringu með henni og svartan Partybox hátalara. Bar hann kennsl á mennina og sagði þá hafa komið á dökkbláum Volkswagen Golf.

Síðar kom í ljós að mennirnir hefðu brotist inn til að sækja tösku í eigu stúlku einnar sem hefði orðið eftir heima hjá húsráðanda. Hann hafi ítrekað boðið henni að sækja töskuna og ástæðulaust hafi verið að brjótast inn til hans og stela þar dýrum munum. Kom fram að drengirnir hefðu einnig tekið umrædda tösku en vitnið gleymt að skýra lögreglu frá því.

Í dómnum kemur fram að lögregla hafi orðið mannanna var nálægt Kjarnaskógi þar sem þeir höfuð tekið golfbíla traustataki en skilið þá eftir. Flýðu þeir af vettvangi á rafhlaupahjólum. Bíllinn sem mennirnir höfðu verið á við innbrotið fannst nálægt golfskálanum. Í bílnum fannst hvít Playstation fjarstýring. Eftir töluverðar vendingar, sem raktar eru ítarlega í texta dómsins tókst að hafa hendur í hári mannanna og finna þýfið.

Kornungir brotamenn

Ákærðu voru aðeins 15 og 16 ára er brotin voru framin. Var refsingu annars þeirra frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum ef hann heldur almennt skilorð.

Hinn maðurinn var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“