fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 15:30

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í morgun voru þrír menn handteknir um síðustu helgi í kjölfar myndband á TikTok þar sem mennirnir virðast vera að sveifla hættulegum skotvopnum á Granda í Reykjavík. Mennirnir virðast vera frá Miðausturlöndum og undir hljómar arabísk tónlist í myndböndunum.

Atferli mannanna þykir mörgum mjög ögrandi. Nútíminn greindi fyrst frá málinu en mbl.is upplýsir að lögregla hafi lagt hald á vopnin við húsleit hjá mönnunum. Um sé að ræða eftirlíking. „Engu að síður er þetta brot á vopnalögum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segir hann málið til rannsóknar og mennirnir verði, eftir atvikum, kærðir fyrir brot á vopnalögum.

Stefán Einar ómyrkur í máli

Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Spursmála á mbl.is, deilir frétt mbl.is af málinu og segir málið dæmi um ögranir erlendra manna í samfélaginu. Aðkomufólk sem ekki ætlar að fara að lögum samfélagsins þurfi að fá skýr skilaboð frá yfirvöldum. Stefán Einar skrifar:

„Þetta er hrein og klár og ógeðfelld ögrun við íslenskt samfélag sem er friðsælt og hefur minni möguleika á að verja sig gegn voðaverkum sem framin eru af undirlagi manna sem skrýðast svona vopnum en aðrar þjóðir.

Við verðum vör við sífellt fleiri ögranir gegn samfélaginu, meðal annars í umferðinni þar sem lög eru brotin og ferðir fólks eru truflaðar með glæfralegum hætti – allt í nafni innfluttra siða og hefða.

Skilaboðin þurfa að vera skýr og ákveðin. Þeir sem hingað koma eru velkomnir svo lengi sem þeir laga sig að siðum okkar og samfélagi. Við ætlum ekki að setjast að samningaborði um að laga okkur að kröfum gesta okkar.

Kjósi menn að fara ekki að þessum hófstilltu og eðlilegum kröfum geta þeir einfaldlega hypjað sig. Geri þeir það ekki af eigin frumkvæði, þurfum við að hjálpa þeim við það. Og það á að vera auðsótt af hálfu íslenskra yfirvalda að koma því í kring.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill