

Erling Haaland þurfti að láta draga sig í burtu af Gianluigi Donnarumma í kjölfar orðaskipta við ítalska varnarmanninn Gianluca Mancini, áður en hann svaraði fyrir sig með því að skora tvö mörk á tveimur mínútum fram hjá félaga sínum hjá Manchester City.
Haaland leiddi Noreg að frábærum 4-1 sigri á Ítalíu á San Siro og tryggði þar með liðinu fullkomna undankeppni og sæti á HM í fyrsta sinn í 28 ár.
Norðmenn fóru inn í leikinn á toppi síns riðils og vissu að aðeins níu marka tap myndi koma í veg fyrir HM-faralagið. Þeir sáu þó aldrei ástæðu til að stressa sig og sneru leiknum við á glæsilegan hátt eftir að hafa lent undir. Haaland jafnaði, Antonio Nusa bætti við öðru og Jørgen Strand Larsen innsiglaði stórsigurinn.
Fyrri hálfleikurinn var þó erfiður þar sem Donnarumma og varnarlína Ítalíu héldu Noregi lengi vel í skefjum. Þá sauð upp úr rétt fyrir hlé þegar Haaland og Mancini skiptust á heitum orðum og ítalski markvörðurinn þurfti að stíga á milli.
„Mancini var að snerta rassinn á mér og ég fór að æsa mig upp. Ég þakkaði honum fyrir auknu hvatninguna, og svo set ég tvö mörk og við vinnum 4-1. Þannig að takk fyrir þetta,“ sagði Haaland að leik loknum.