

Eric Cantona hefur enn á ný ráðist harkalega á eiganda Manchester United, Sir Jim Ratcliffe, og sakað hann um að vera að eyðileggja arfleið Sir Alex Ferguson.
Goðsögn United hefur lengi verið gagnrýnin á eigendahóp félagsins og hóf gagnrýnina í fyrra þegar Ratcliffe lét Ferguson víkja úr sendiherrahlutverki sínu hjá félaginu.
Cantona hefur áður sakað Ratcliffe um að svipta félagið sálu sinni og gert lítið úr áætlunum um nýjan 2 milljarða punda völl “New Trafford”, sem á að taka við af Old Trafford.
Á ferðalagi sínu nýtti Cantona tækifærið til að ráðast á stjórnina á ný og vísaði til þess að hann hefði reynt að vinna með Ratcliffe og félögum í sendiherrahlutverki án árangurs.
„Ég hugsaði að ég gæti lagt mitt af mörkum í tvö eða þrjú ár og gefið félaginu eitthvað til baka. En hann virtist ekki hafa áhuga. Ég reyndi mitt besta,“ sagði Cantona.